Upprúllanlegur skjár frá LG

LG Rollup OLED

Árið 2014 tilkynnti LG að þei væru að búa til OLED skjá sem hægt væri að rúlla upp eins og dagblað. núna á CES sem lauk í síðustu viku sýndu þeir 18 tommu skjá á þykkt við blaðsíðu eða 0,18 mm. Upplausnin á skjánum var ekki há, 810x1200 punktar, en vænst er að hún hækki með tímanum þegar þessi nýja tækni þróast. OLED skjáir eru líka með mun betri skerpu en LED og LCD skjáir, en hærri skerpa bætir myndgæði lágrar upplausnar.

En af hverju ættir þú að vilja upprúllnalegan skjá? Valmöguleikarnir á þessari tækni felast ekki bara í teygjanlegum eiginleika hennar. Skjárinn er ótrúlega þunnur og þarfnast því lítils efnis við framleiðslu. OLED (Organic Light Emitting Diode) skjáir eru líka orkusparneytnir. Hægt væri að ímynda sér svona skjái setta á veggi eins og veggfóður, saumaða í föt fyrir t.d. hjólreiðafólk að gefa stefnuljós og láta vita af sér, vel á minnst í bíla líka og notaða í síma fyrir betri höggheldni.

Enginn útgáfudagur hefur verið gefinn. En það verður spennandi að sjá hvernig mismunandi framleiðendur munu innleiða þessa tækni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband