HTC Vive Sýndargleraugun

htc-vive-product-1HTC Vive er nafn á sýndargleraugunum sem leikjahýsingar og framleiðslu fyrirtækið Valve er að gera í samstarfi við sjónvarpsframleiðandan HTC.

Þessi gleraugu eru helsti keppinautur Oculus Rift gleraugnana frá facebook. Stærsti munurinn á þeim og Oculus í fljótu bragði er sá að HTC Vive eru hönnuð bæði fyrir sitjandi og standandi notkun, meðan Oculus hentar betur fyrir sitjandi reynslu. Því nær HTC Vive með tveim ljósköstunar boxum sem staðsetja þarf á sinnhvorn vegginn hornrétt við hvort annað. Svo skjóta boxin ljósarunum sem skynjarar á gleraunum nema til að staðsetja sig í rýminu. Oculus Rift notar vefmyndavél sem stilt væri á skrifborði fyrir framan notendan og myndi því henta meira fyrir slíka noktun.

Einnig mun HTC Vive koma með tveim hreififjarstýringum (HTC Vive Controller), en Oculus hefur sagt að þeir munu ekki gefa út gleraugun með samskonar fjarstýringum (Oculus Touch) fyrst um sinn. Margir áhugamenn hafa sagt að til að lifa sig betur inn í sýndarheiminn þar að hafa staðgengil fyrir hendurnar í sýndarheiminum. En þegar þú liftir höndunum fyrir framan þig og sérð ekkert að þá dettur tálsínin niður. Með hreififjarstýringu ertu kominn með táknmynd fyrir höndunum þínum í sýndarheiminum.

Valve hafa staðfest að pantanir fyrir gleraugunum geta farið fram 29 Febrúar og að mögulegur útgáfudagur sé í Apríl.

Hér vill ég svo bæta við tækniupplýsingum um búnaðinn.

  • Linsa: 110 gráður eða gleiðari.
  • Skjár: Tveir innbyggðir OLED skjáir.
  • Upplausn: 2160x1200 punktar samtals með báðum skjáum.
  • Endurvarptími: 90hz
  • Skynjarar: Jafnvægisnemi, hröðunarnemi, lazerstaðsetningarnemi, myndavél að framan á gleraugum.
  • Tengi: HDMI, USB 2.0, USB 3.0
  • Þyngd: Ekki vitað.
  • Stýrikerfi: SteamVR
  • Tölvukröfur: Ekki vitað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband