Verða næstu Iphone heyrnatólin þráðlaus?

Orðrómur frá starfsmönnum Foxconn verksmiðjunum í Kína, sem framleiða mikið af vörum fyrir Apple, er að Iphone 7 sem vænst er næsta haust muni sleppa 3,5 millímetra raufinni sem hefðbundnum heyrnatólum er stungið í.

Apple notar Lighting tengi til að hlaða Iphone 6 símana, og hafa heyrnatól verið framleidd sem tengjast þeirri rauf. En Apple er þekkt fyrir mínimalisma og því þætti tækifærið kjörið til að sleppa algjörlega við allar snúrur.

Dash þráðlausu heyrnatólin frá Bragi eru þráðlaus og bjóða upp á alls kyns stýringar eins og að taka eða hafna símtali með því að kinka kolli eða hrista haus. Þau hafa engin tengi því þau hlaðast í sérstöku boxi með leiðandi hlöðunar-tækni, og tala svo við síman þráðlaust.


Microsoft Hololens sýndargleraugun

hololens

Hololens frá Microsoft eru sýndargleraugu sem munu keppa við gleraugu á borð við Oculus Rift og HTC Vive. Þau eru hinsvegar frábrugðin þeim gleraugum að því leiti að í stað skjás sem fyllir sjónsviðið að þá er dökkt gegnsætt gler sem myndinni er varpað á inní gleraugunum. Kamerur framan á gleraugunum búa til þrívídarlíkan af umhverfinu fyrir framan þig og þannig geta gleraugun samtvinnað umhverfið og skjávörptu myndarinnar saman í eina mynd. Sem dæmi gætir þú horft á bíómynd inní gleraugunum og valið á hvaða vegg inní íbúðinni ramminn á myndinni myndi fylgja.

hololens

Á kynningu í Ísrael núna á dögunum upplýsir Bruce Harris, mikill Microsoft eflari, um áður ókunnar staðreyndir á gleraugunum. Hann segir batterí endinguna enn sem komið er mest ná í 5 og hálfan tíma en við þunga vinnslu detta þau niður í 2 og hálfa klukkustund. Gleraugun eru algjörlega þráðlaus og mun styðja BluTooth og Wireless til að keyra Windows 10 samhæfð forrit. Sjónsvið skjásins er mun þrengra en hjá hinum sýndargleraugunum en það mun líta út eins og að horfa á 15 tommu skjá í 60 sentímetra fjarlægð. Vonast er til að sjónsviðið verði gleiðara í framtíðinni.

fieldofview.0
Svona mun sjónsviðið líta út með Hololens. 

Hér er svo hlekkur af myndbandinu frá kynningunni í Ísrael: Bruce Harris of Microsoft talks about Hololens.


Er Ehang 184 fljúgandi bíllinn sem við bíðum eftir?

ehang-184

Drónar eru þyrlur með fjórum hreyflum eða fleiri sem hafa rutt sér inn á markaðinn á síðustu 5 árum. Þeir hafa sprungið í vinsældum vegna einfeldni í notkun, og lægri kostnaðar á búnaðinum.

En hingað til hafa drónar ekki verið notaðir í margt annað en að fljúga með myndavélar. Fyrirtækið Ehang frá Kína opinberuðu á CES í liðinni viku frumgerð af dróna sem ætlað er að ferja fólk á milli staða yfir stuttar vegalengdir.

Þessi dróni er svipaður og flestir myndatökudrónar, með fjóra arma út frá miðju og hreyflum á enda hvors. Fyrir aukinn kraft er tveim hreyflum komið fyrir á hverjum arm Ehan 184, undir og yfir.

Dróninn á að fljúga í sjálfstýringu. Þannig getur notandinn notað t.d. símann sinn og valið staðsetningu til að fara á og dróninn sér um restina. Hann á að geta farið mest á 62 mílna hraða (100kmh) og verið í loftinu í 23 mínútur. Ehan vonast til að gefa drónan út fyrir lok 2016 og er verðmiðinn settur á 300.000 dollara.

Ég hef fylgst með kvikmyndadrónum fljúga alfarið sjálfir í vindum sem ég trúði ekki að væri hægt að fljúga í. Með auknum öryggisbúnaði (fallhlíf í dróna?) gæti ég séð þennan farkost takast á loft á næstu árum.


Þrjár brotlendingar og þrjú skref nær sjálflendandi eldflaugum

Falcon 9 eldflauginni sem ætlað er að lenda sjálfvirkt á skip pramma útá sjó hefur ekki tekist ætlunarverk sitt ennþá. Þrisvar sinnum hefur verið reynt að lenda flaugunum og þær alltaf brotlent á síðustu stundu. En af myndbandinu sem youtube notandinn APTX 4869 klippti að dæma, sést hvernig hver lending er aðeins nær ætlunarverkinu. Á síðustu lendingunni var eldflaugin svo gott sem lent rétt, þegar kemur í ljós að einn lendingarfóturinn hafði ekki læst, sem valdi því að hann bognaði og flaugin datt því næst á hliðina.

 


Danmörk setja nýtt met í nýtingu vindorku

windmills

Á síðasta ári nýttu Danir 42% af raforkuþörf sinni með vindmillum. Það eru 3% ofar en árinu á undan og er núna hlutfallslega hæsta nýting þjóðar á vindorku.

Þeir ætla ekki að láta þar við kyrrt liggja því þeir stefna á að vera komnir yfir 50% rafnotkun á landsvísu fyrir árið 2020.

wind%20share%202015%20EN
Hérna sést hvernig raforkunýting hefur aukist ár frá ári. Þegar á þessa töflu er litið, virðist áætlun Dana að ná uppí 50% nýtingu fyrir 2020 vera létt verk.

Frá: Energinet


SpaceX mistekst í þriðja sinn að lenda Falcon 9 eldflauginni á drónaskipi í sjó

Falcon 9 eldflauginni tókst að ferma Jason 3 gervitunglinu á sporbaug um jörðina, sem var meginn verkefni geimvísindastofnunarinnar. En seinna tilraunaverkefni þeirra að lenda Falcon 9 mistókst naumlega. Samkvæmt Elon Musk eiganda SpaceX, lenti Falcon 9 vel en einn af jafnvægisfótum eldflaugarinnar tókst ekki að læsast og því datt flaugin á hliðina eftir lendingu.

image

Hér fyrir neðan er myndband af öllu geimskotinu. (lendingin sést samt ekki)


Falcon 9 mun reyna að lenda á drónaskipi í sjónum í dag

Falcon 9

Í dag klukkan 18:42 GMT tíma ætlar SpaceX að skjóta á loft Jason 3 geimtungli sem mun mæla yfirborð/landslag sjávarins til að hjálpa við rannsóknir á hafstraumum og loftlagsbreytingum.

Það sem er sérstaklega spennandi er að eldflaugin sem mun ferma geimtunglið er Falcon 9, eins eldflaug og þeirri sem tókst á loft og lenti aftur sjálf 21 desember síðastliðinn. Sú flaug lenti á jörðu, en nú mun SpaceX reyna í þriðja sinn að lenda eins flaug á drónaskipi í sjónum. Síðast þegar það var reynt, 14 apríl, munaði mjóu að eldflaugin lenti rétt, en á síðustu stundu datt hún á hliðina og sprakk.

Það að lenda eldflaug á vatni er flóknara verkefni en að lenda á jörðu. En ef það virkar mun það opna dyrnar fyrir rýmri skottímum og betri eldsneytisnýtingu uppá að geta valið fleiri staði á sjónum fyrir eldflaugina að miða á eftir að hún hefur komið farmi á sporbaug.

Skotáætlun: Launch Schedule


Fyrsta tilraunarútgáfa af Hyperloop tilbúin fyrir enda 2016?

hyperloop

Hyperloop hraðlest framtíðarinnar er orðin meira en hugmynd á blaði. Hyperloop Technologies hafa ráðið nýjan framkvæmdastjóra, Rob Lloyd, sem sagði í viðtali við síðuna Engadget að hann væri bjartsínn á að tveggja mílna tilraunarbraut fyrir lestina gæti verið tilbúin fyrir árslok 2016. Verið er að hanna hana fyrir utan bæjarmörk Las Vegas og á tilbúna tilraunarútgáfan að geta fermt fólk.

Hyperloop tæknin er í stuttu máli lest sem svífur yfir teinunum með seglum í lágþrýstings lestargöngum. Lági þrýstingurinn minnkar vindmótstöðu lestarinnar þegar hún fer á miklum hraða, og seglarnir sem halda henni á lofti minnka hristing og núning sem hefur hægjandi áhrif.

Frá: engadget


Upprúllanlegur skjár frá LG

LG Rollup OLED

Árið 2014 tilkynnti LG að þei væru að búa til OLED skjá sem hægt væri að rúlla upp eins og dagblað. núna á CES sem lauk í síðustu viku sýndu þeir 18 tommu skjá á þykkt við blaðsíðu eða 0,18 mm. Upplausnin á skjánum var ekki há, 810x1200 punktar, en vænst er að hún hækki með tímanum þegar þessi nýja tækni þróast. OLED skjáir eru líka með mun betri skerpu en LED og LCD skjáir, en hærri skerpa bætir myndgæði lágrar upplausnar.

En af hverju ættir þú að vilja upprúllnalegan skjá? Valmöguleikarnir á þessari tækni felast ekki bara í teygjanlegum eiginleika hennar. Skjárinn er ótrúlega þunnur og þarfnast því lítils efnis við framleiðslu. OLED (Organic Light Emitting Diode) skjáir eru líka orkusparneytnir. Hægt væri að ímynda sér svona skjái setta á veggi eins og veggfóður, saumaða í föt fyrir t.d. hjólreiðafólk að gefa stefnuljós og láta vita af sér, vel á minnst í bíla líka og notaða í síma fyrir betri höggheldni.

Enginn útgáfudagur hefur verið gefinn. En það verður spennandi að sjá hvernig mismunandi framleiðendur munu innleiða þessa tækni.


HTC Vive Sýndargleraugun

htc-vive-product-1HTC Vive er nafn á sýndargleraugunum sem leikjahýsingar og framleiðslu fyrirtækið Valve er að gera í samstarfi við sjónvarpsframleiðandan HTC.

Þessi gleraugu eru helsti keppinautur Oculus Rift gleraugnana frá facebook. Stærsti munurinn á þeim og Oculus í fljótu bragði er sá að HTC Vive eru hönnuð bæði fyrir sitjandi og standandi notkun, meðan Oculus hentar betur fyrir sitjandi reynslu. Því nær HTC Vive með tveim ljósköstunar boxum sem staðsetja þarf á sinnhvorn vegginn hornrétt við hvort annað. Svo skjóta boxin ljósarunum sem skynjarar á gleraunum nema til að staðsetja sig í rýminu. Oculus Rift notar vefmyndavél sem stilt væri á skrifborði fyrir framan notendan og myndi því henta meira fyrir slíka noktun.

Einnig mun HTC Vive koma með tveim hreififjarstýringum (HTC Vive Controller), en Oculus hefur sagt að þeir munu ekki gefa út gleraugun með samskonar fjarstýringum (Oculus Touch) fyrst um sinn. Margir áhugamenn hafa sagt að til að lifa sig betur inn í sýndarheiminn þar að hafa staðgengil fyrir hendurnar í sýndarheiminum. En þegar þú liftir höndunum fyrir framan þig og sérð ekkert að þá dettur tálsínin niður. Með hreififjarstýringu ertu kominn með táknmynd fyrir höndunum þínum í sýndarheiminum.

Valve hafa staðfest að pantanir fyrir gleraugunum geta farið fram 29 Febrúar og að mögulegur útgáfudagur sé í Apríl.

Hér vill ég svo bæta við tækniupplýsingum um búnaðinn.

  • Linsa: 110 gráður eða gleiðari.
  • Skjár: Tveir innbyggðir OLED skjáir.
  • Upplausn: 2160x1200 punktar samtals með báðum skjáum.
  • Endurvarptími: 90hz
  • Skynjarar: Jafnvægisnemi, hröðunarnemi, lazerstaðsetningarnemi, myndavél að framan á gleraugum.
  • Tengi: HDMI, USB 2.0, USB 3.0
  • Þyngd: Ekki vitað.
  • Stýrikerfi: SteamVR
  • Tölvukröfur: Ekki vitað.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband