Fyrsta tilraunarútgáfa af Hyperloop tilbúin fyrir enda 2016?

hyperloop

Hyperloop hraðlest framtíðarinnar er orðin meira en hugmynd á blaði. Hyperloop Technologies hafa ráðið nýjan framkvæmdastjóra, Rob Lloyd, sem sagði í viðtali við síðuna Engadget að hann væri bjartsínn á að tveggja mílna tilraunarbraut fyrir lestina gæti verið tilbúin fyrir árslok 2016. Verið er að hanna hana fyrir utan bæjarmörk Las Vegas og á tilbúna tilraunarútgáfan að geta fermt fólk.

Hyperloop tæknin er í stuttu máli lest sem svífur yfir teinunum með seglum í lágþrýstings lestargöngum. Lági þrýstingurinn minnkar vindmótstöðu lestarinnar þegar hún fer á miklum hraða, og seglarnir sem halda henni á lofti minnka hristing og núning sem hefur hægjandi áhrif.

Frá: engadget


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband