Endurupplifðu geimskot og lendingu Falcon 9

Lending Falcon 9 markaði tímamót í sögu geimvísinda. Þetta er fyrsta stigs eldflaug sem ferjar hluti úti geim, sleppir þeim á sportbraut, og þýtur svo sjálf niður til jarðar að því loknu. Þar til núna hafa þessum fyrsta stigs eldflaugum alltaf verið brotlent en Falcon 9 tókst að lenda á öruggan hátt og þannig tryggja að hægt verði að endurnýja hana. Ný fyrsta stigs eldflaug kostar samkvæmt Elon Musk eiganda SpaceX 16 milljónir dollara. En eldsneitið í henni er virði 200 þúsund dollara. Þannig það borgar sig að endurnýta flaugina ef þess gefst kostur.

Hérna fyrir neðan deili ég klippu sem geimvísindastofnunin SpaceX setti saman um stundina sem Falcon 9 lendir rétt. Þarna hafa margir vísindamenn lagt mikla vinnu í að þetta takist, og stundin sem þeim heppnast er tilfinningaþrungin.


Oculus Rift: Neytenda útgáfan

Oculu voru með stæði CES sýningunni (Consumer Electronic Show) og meðan á henni stóð komu þeir út með nokkrar tilkynningar. Verð á gleraugunum var sett á 600 dollara sem er talsvert hærra en flestir áttu von á en talað hafði verið um að gleraugun yrðu í kringum 350 dollara.  Einnig staðfestu þeir að 28 Mars yrði byrjað að senda eintök til kaupenda. Hreyfifjarstýringarnar "Oculus touch" sem von var á með gleraugunum tefjast hinsvegar og koma ekki út fyrr en á öðrum ársfjórðungi.

Pakkinn sem hægt verður að kaupa 28 mars mun innihalda Oculus Rift Gleraugu, Xbox fjarstýring, staðsetningarmyndavél fyrir gleraugun og litla fjarstýringu sem hægt er að nota á svipaðan hátt og sjónvarpsfjarstýring fyrir einfaldari aðgerðir, sú síðast nefnda myndi henta fyrir þá sem myndu vilja horfa á t.d. bíómyndir með drykk í annarri hengi.

Einnig vill ég bæta við staðreyndum um búnaðinum fyrir áhugasama:

  • Linsa: 110 gráður eða gleiðari.
  • Skjár: Tveir innbyggðir OLED skjáir.
  • Upplausn: 2160x1200 punktar samtals með báðum skjáum.
  • Endurvarptími: 90hz
  • Skynjarar: Jafnvægisnemi, hröðunarnemi, segulnemi, 360° staðsetningarbúnaður.
  • Tengi: HDMI 1.3 video út í gleraugu, 2x USB 3.0 port fyrir aukahluti..
  • Þyngd: 360 grömm.
  • Stýrikerfi: Oculus Home
  • Tölvukröfur: NVIDIA GTX 970 / AMD 290 skjákort eða betra.
    Intel i5-4590 örgjörvi eða betri.
    8GB+ Innraminni.

 


Sjálfkeyrandi Tesla bílar framkvæmanlegir innan 2 ára

Rafbílaframleiðandinn Tesla Motors gaf nýlega út yfirfærslu V7.1 fyrir stýrikerfi Tesla Model S sem gerir bílnum kleift að bæði leggja í og keyra úr stæði sjálfur.  Eigandinn getur stuðst við takka á bíllykil eða notað snjallsíma til að skipa bílnum úr eða í stæði.

En ef þessi nýja tækni var ekki nógu framsækin að þá hefur Elon Musk tíst og sagt fréttamiðlum í opnu símtali nýlega að hann sé nokkuð öruggur að Tesla bílarnir geti orðið að öllu sjálfkeyrandi á innan við 24 til 36 mánuðum.

https://twitter.com/elonmusk/status/686279251293777920

Ekki eru allir jafn jákvæðir á þessa þróun. En ef reynsluakstur sýnir að samgöngur eru öruggari með sjálfkeyrandi bílum en án verð ég algjörlega samhlynntur þessari þróun.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband